2.flokkur um helgina

Í kvöld áttust við Skautafélag Reykjavíkur og Skautafélag Akureyrar í 2. flokki og fór leikurinn fram í Laugadalnum.  Það voru Norðlendingarnir sem báru sigur úr býtum að þessu sinni með 5 mörkum gegn 1 og ljóst að Íslandsmótið í þessum flokki er orðið mjög spennandi því allir hafa unnið alla.
 
Á morgun mætast svo Björninn og SA í sama flokki í Egilshöllinni og hefst sá leikur kl. 09:00