2. leikur í úrslitakeppni kvenna

Frá síðasta leik liðanna
Frá síðasta leik liðanna

Annar leikurinn í úrslitakeppni kvenna á íslandsmótinu í íshokkí fer fram í kvöld þegar Björninn og SA mætast í Egilshöll og hefst leikurinn klukkan 20.00.

Þetta er annar leikur liðanna en norðankonur fóru með nokkuð öruggan 9  - 1 sigur af hólmi í fyrsta leiknum og geta því með sigri í kvöld tryggt sér íslandsmeistaratitilinn. Bjarnarkonur á hinn bóginn náðu ekki að stilla upp sínu sterkasta liði í síðasta leik en allar líkur eru á að annað verði upp á teningnum í kvöld. Það má því eiga von á hörku rimmu og um að gera að skella sér á leikinn.

Mynd: Elvar Freyr Pálsson

HH