2. dagur í úrslitum

Eins og kom fram hérna í síðustu grein er 2. leikur í úrslitum í dag. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og er að sjálfsögðu á Akureyri. Þeir sem eiga ekki heimagengt geta fylgst með honum hérna á netinu hjá okkur.

SA-menn ætla sér að sjálfsögðu sigur í kvöld enda yrði staða þeirra all dökk ef þeir lenda 2 - 0 undir. Að sama skapi vilja Bjarnarmenn allt til þess vinna að bæta enn sinn hlut. Það verður því hart barist og ekkert gefið eftir.

Þess má svo til gamans geta að leikurinn er á Lengjunni. Sá sem þetta skrifar er nú ekki mikill sérfræðingur í Lengju-málum en les þó úr stuðlunum að þeir lengjumenn eru bjartsýnir á sigur SA-manna en sigur þeirra gefur stuðulinn 1,35. Sigur Bjarnarmanna gefur hinsvegar stuðulinn 3,90 en jafntefli gefur 4,0.

HH