"ÍSLENSKT GULL" Tyrkir teknir í gegn 9-0 fyrir ísland (1-0)(6-0)(2-0)

Í kvöld lauk þriðjudeildar keppni IIHF hér á Íslandi með stórsigri Íslands á Tyrkjum. Leikurinn var hreinn úrslitaleikur um gull verðlaun. Íslenska liðið sýndi hvað í því býr og var með flugeldasýningu í Laugardalnum og vann Tyrki sem fengu silfur verðlaun sannfærandi 9-0, Leikgleði og styrkur skein undan hverjum hjálmi og hér var það liðsheildin sem að skapaði þennan stórsigur liðsins. Frábærir leikmenn sem lítið höðu haft sig í frammi til þessa blómstruðu og liðið var greinilega ákveðið í því að vinna. Þetta var sigur liðsheildarinnar og sérlega var gaman að verra í Laugardalnum í kvöld.

Nánar um leikinn á morgun.