Landslidsnefnd

Íshokkísamband Íslands (ÍHÍ) hefur áhuga á að fá áhugasama einstaklinga innan hreyfingarinnar til að starfa í Landsliðsnefnd. 

Okkur vantar tækjastjóra, sjúkraþjálfara, liðsstjóra, og aðra áhugasama þátttakendur í undirbúning, framkvæmd  og frágang landsliðsæfinga og jafnvel þátttaka í landsliðsferðum á alþjóðamót.

Landsliðsstarf ÍHÍ er mjög metnaðarfullt og verður nóg að gera þetta starfsárið.

ÍHÍ mun halda tvö heimsmeistaramót á Íslandi 2020, HM kvenna á Akureyri í febrúar og HM karla í Reykjavík í apríl.

Landslið U20 mun taka þátt í heimsmeistaramóti í Búlgaríu í janúar og landslið U18 mun taka þátt í heimsmeistaramóti í Istanbúl í mars 2020.

Ásamt þessu þá tekur landslið karla þátt í undankeppni ólympíuleikanna, Olympic Qualification, í Rúmeníu, desember 2019.

Þessi landsliðsverkefni kalla á fjölda landsliðsæfinga og okkur vantar áhugasamt fólk til að taka þátt í þessu með okkur. 

ÍHÍ stefnir á að efla allt landsliðsstarf til muna og  við getum það með áhugasömum einstaklingum. 

Formaður landsliðsnefndar er Þórhallur Viðarsson formaður ÍHÍ. 

Vinsamlega skráið ykkur hér fyrir neðan og í kjölfarið mun formaður ÍHÍ halda fund með ykkur.