UMFK Esja deildarmeistarar 2017

UMFK Esja 2016/2017
UMFK Esja 2016/2017

Einn leikur í Hertz-deild karla fór fram í kvöld, þegar SR tók á móti UMFK Esju.  Lauk leiknum með sigri Esju, 2-6.

Eftir leik steig formaður Íshokkísambands Íslands, Viðar Garðarsson, inná ísinn og tók til máls.  Eins og kunnugt er þá náði Esja þeim árangri fyrir nokkrum dögum að verða deildarmeistarar  í Hertz-deild karla 2016/2017 og færði Viðar fyrirliða UMFK Esju bikarinn sem hefur verið undanfarin misseri norðan heiða í höndum Skautafélags Akureyrar.

Óskum við hjá Íshokkísambandi Íslands, enn og aftur, UMFK Esju innilega til hamingju með árangurinn.