Heimsókn frá Ástralíu

Úr leik ástralska liðsins og Ásynja Mynd: Elvar Freyr Pálsson

Einsog við sögðum frá í síðustu viku er í heimsókn hér á landi ástralskt lið skipað leikmönnum í úrtökuliði fyrir ástralska kvennalandsliðið í íshokkí. Upphaf þess má rekja til þess að árið 2008 lék Sarah Smiley í áströlsku deildinni. Sarah kynntist þar fólki sem á síðasta ári lýsti yfir áhuga á að koma hingað til æfinga og keppni. Liðið kom hérna á mánudaginn í síðustu viku og hélt rakleiðis til Akureyrar. Liðinu var síðan komið fyrir á heimilium leikmanna. Liðið hefur æft ásamt því að spila bæði við Ynjur og Ásynjur. Einnig hefur ástralska liðið gert ýmislegt sér til skemmtunar s.s. farið á skíði.

Á miðvikudaginn kemur liðið síðan suður, æfir í Reykjavík og leikur þrjá leiki við Íslenska kvennalandsliðshópinn, ásamt því að skoða sig um.

Kvennanefnd ÍHÍ hefur haft veg og vanda af heimsókn þessari.

HH