Úrskurður aganefndar frá 10.02.2006

Aganefnd 2006-02-10, mál 1.
Leikur Bjarnarins og SA í meistaraflokki kvenna laugardaginn 21. janúar 2006
 
Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik Bjarnarins og SA í meistaraflokki kvenna laugardaginn 21. janúar 2006 og dómaraskýrsla úr sama leik.
 
Atvik sem varð eftir að leik lauk er ástæða fyrir afskiptum aganefndar. Leikmaður SA númer 9 Sólveig G. Smáradóttir hrækti í lófa sinn áður en hún heilsaði dómara leiksins og þakkaði fyrir leikinn.

 
Aganefnd ÍHÍ sér ekki neinn mun á þessari framkomu leikmannsins og því að hrækja beint á viðkomandi. Í atferlinu felst mikil óvirðing við leikinn og alla þá sem taka þátt í honum. Í leikreglum fyrir íshokkí er þetta atferli að hrækja á andstæðing eða starfsmenn leiksins talið eitt hið ódrengilegasta sem leikmaður getur beitt.
 
Aganefnd ÍHÍ lýtur þetta mál alvarlegum augum og vill undirstrika með dómi sínum að óvirðing einstakra leikmanna í garð dómara eða annarra starfsmanna leiksins verður ekki liðin.  Því er þessi framkoma er hér meðhöndluð eins og um beina árás á starfsmann leiksins sé að ræða.
 
Úrskurður Aganefndar
Leikmaður SA nr. 9, Sólveig G. Smáradóttir er hér með úrskurðuð í þriggja leikja bann.


Reykjavík 10.02.2006
 
Í aganefnd ÍHÍ
 
Viðar Garðarsson formaður
Bjarni Kr. Grímsson
Jón Heiðar Rúnarsson