Úrskurður aganefndar 2005-02-25 Mál nr. 04

Aganefnd ÍHÍ
Símafundur haldinn föstudaginn 25. febrúar 2005.
Mættir voru: Bjarni Kr. Grímsson, Kristján Maack og  Jón Heiðar Rúnarsson
 

 
Aganefnd 2005-02-25, mál 4.
Leikur Narfa og Bjarnarins í meistaraflokki karla

laugardaginn 19. febrúar 2005
 
Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik Narfa og Bjarnarins í meistaraflokki karla laugardaginn 19. febrúar 2005 og atvikaskýrsla dómara úr sama leik.
 
Á 57. mínútu fær leikmaður Narfa nr. 6, Heiðar Gestur Smárason leikdóm (MP) fyrir að sparka (regla 535). Aðdragandi brotsins er sá að leikmaður Narfa nr. 6 lá í svellinu eftir samstuð við leikmann Bjarnarins, þegar leikmaður Bjarnarins er að skauta í burtu þá sparkar  leikmaður Narfa fótunum undan honum.
 
Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF hefur aganefnd heimild til að þyngja refsingu fyrir hvert það atvik sem að getið er í leikskýrslu og innifelur Brottvísun úr leik eða þyngri refsingu. Samkvæmt reglum skal hver leikmaður sem fær leikdóm (MP) fá eins leiks leikbann hið minnsta. Þau tilmæli hafa hinsvegar verið frá stjórn ÍHÍ að leikdómi fyrir slagsmál eða tilraun til að stofna til slagsmála fylgi tveggja leikja bann. Telur aganefndin að hér sé full ástæða til að beita þessu ákvæði.

Úrskurður Aganefndar

Leikmaður Narfa nr. 6, Heiðar Gestur Smárason er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í meistaraflokki karla.




Reykjavík  25. febrúar 2005
 
Aganefnd ÍHÍ
 
Bjarni Kr. Grímsson,  Kristján Maack, Jón Heiðar Rúnarsson