Úrskurður aganefndar 2004-12-11 Mál nr. 04

Aganefnd ÍHÍ
Símafundur haldinn föstudaginn 10. og aftur 11. desember 2004.
Mættir voru: Bjarni Kr. Grímsson, Kristján Maack og  Jón Heiðar Rúnarsson
 
Aganefnd 2004-12-04, mál 4.


Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik Bjarnarins og SR í meistaraflokki karla miðvikudaginn 7. desember 2004 og atvikaskýrslur dómara úr sama leik.
 
Á 50. mínútu var leikmaður SR nr. 15. Zednek Prohazka gefinn 10 mín. dómur fyrir kjafthátt við dómara. Skömmu eftir að hann var kominn í refsibekkinn hafði hann í frammi dólgslæti og var hegðun hans með öllu óafsakanleg í garð starfsmanna leiksins. Síðan yfirgaf hann refsiboxið og fór upp í áhorfandastúku, en snéri við og braut kylfu sína á hlífðargleri refsiboxins. Hann henti síðan kylfubrotunum inn á ísinn þar sem leikurinn var í fullum gangi. Þessi hegðun er með öllu óafsakanleg og því ástæða til að beita frekari refsingu.
 
Á 60. mínútu hefjast slagsmál og tókust á leikmaður nr. 68 hjá Birninum og leikmaður nr. 18 hjá SR. Í framhaldi eftir að línuverðir hafa stöðvað slagsmálin kemur leikmaður nr. 10, Jón Ernst Ágústsson hjá Birninum og hefur þau að nýju. þá blandar leikmaður nr. 6, Jón Trausti Guðmundsson hjá SR sér í slagsmálin frá varamannabekknum og fær hvor um sig leikdóm (MP) fyrir að koma inn í slagsmál.
 
Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF hefur aganefnd heimild til að þyngja refsingu fyrir hvert það atvik sem að getið er í leikskýrslu og innifelur Brottvísun úr leik eða þyngri refsingu. Samkvæmt reglum skal hver leikmaður sem fær leikdóm (MP) fá eins leiks leikbann hið minnsta. Þau tilmæli hafa hinsvegar verið frá stjórn ÍHÍ að leikdómi fyrir slagsmál fylgi tveggja leikja bann. Telur aganefndin að hér sé full ástæða til að beita þessu ákvæði.

Úrskurður Aganefndar

Leikmaður SR nr. 15, Zednek Prohazka er hér með úrskurðaður í einsleiks bann í meistaraflokki karla.
Leikmaður Bjarnarins nr. 10, Jón Ernst Ágústsson er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í meistaraflokki karla.
Leikmaður SR nr. 6, Jón Trausti Guðmundsson er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í meistaraflokki karla.



Reykjavík  11. desember 2004
 
Aganefnd ÍHÍ
 
Bjarni Kr. Grímsson,  Kristján Maack, Jón Heiðar Rúnarsson