Úrskurður 15. janúar 2004

Aganefnd ÍHÍ
Símafundur haldinn fimmtudaginn 15. janúar 2004.
Mættir voru: Magnús Einar Finnsson og Kristján Maack
Fjarverandi: Bjarni Kr. Grímsson

Fyrir var tekin leikskýrsla úr leik SA og SR laugardaginn 10. janúar 2004 og atvikaskýrsla dómara úr sama leik.
Leikmaður SA nr. 20 Helgi Gunnlaugsson fékk Stóra-dóm og Leikdóm (MP) fyrir að reyna að berja á leikmanni SR nr. 3 eftir að leiktíma lauk.

Úrskurður Aganefndar
Samkvæmt reglum ÍHÍ skal hver leikmaður sem fær leikdóm (MP) fá eins leiks leikbann hið minnsta. Þau tilmæli hafa hinsvegar verið frá stjórn ÍHÍ að leikdóm fyrir slagsmál fylgi tveggja leikja bann. Með hliðsjón af því er leikmaður SA, Helgi Gunnlaugsson, hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann.

Akureyri 15. janúar 2004

Aganefnd ÍHÍ

Magnús Einar Finnsson, Kristján Maack