Úrskurður Aganefndar 18.10.2010

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SA-Jötna og Skautafélags Reykjavíkur í meistarflokki karla sem leikinn var þann 16.10.10. 
Í enda leiks brutust út áflog á milli leikmanna liðanna. Í samræmi við leikskýrslu og dómaraskýrslu er eftirfarandi úrskurðað:
Leikmaður SA-Jötna Númer 30 Sæmundur Þór Leifsson hlaut Leikdóm (MP) og fær því sjálfkrafa einn leik í bann. 
Eftirtaldir leikmenn fengu brottvísun úr leik og færist brot þeirra til bókar og við aðra brottvísun úr leik fara eftirtaldir leikmenn sjálfkrafa í eins leiks bann.
Leikmaður SA-Jötna númer 20 Helgi Gunnlaugsson
Leikmaður SR númer 7 Gunnlaugur Karlsson
Leikmaður SR númer 19 Þórhallur Viðarsson

F.h. Aganefndar
Viðar Garðarsson
formaður