Úrskurður aganefndar 25.02.10

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar í 3. flokki karla sem leikinn var þann 20.02.10.
Leikmaður SA nr. 7 Sigurður Reynisson var uppvís að slagsmálum. Aganefnd gefur honum brottvísun úr leik eða (Game Misconduct.)
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn, Sigurður Reynisson sjálfkrafa  í eins leiks bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar í 3. flokki karla sem leikinn var þann 20.02.10.
Leikmaður SR nr. 6 Sölvi Sigurjónsson var uppvís að slagsmálum. Aganefnd gefur honum brottvísun úr leik (Game Misconduct.) Auk þess var leikmaðurinn uppvís að því að hlýða ekki fyrirskipunum dómara leiksins og fær því aftur brtottvísun (Game Misconduct.)
Úrskurður: Sölvi Sigurjónsson fær sjáfkrafa eins leiks bann vegna þess að hann er komin með 2 Game micunduct. Bannið er allsherjarbann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar í 3. flokki karla sem leikinn var þann 20.02.10.
Leikmaður SA nr. 30 Árni Veigar Jónsson var 4. maður inn í slagsmál.
Úrskurður: Veigar Árni Jónsson er dæmdur í eins leiks bann. Bannið er allsherjarbann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar í 3. flokki karla sem leikinn var þann 20.02.10.
Liðstjóri SR Guðmundur Þorsteinsson var  5. maður inn í slagsmál.
Úrskurður: Guðmundur Þorsteinsson er dæmdur í eins leiks bann. Bannið er allsherjarbann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar í 3. flokki karla sem leikinn var þann 20.02.10.
Leikmaður SR nr. 2 Kristinn Freyr Hermannson var 3. maður inn í slagsmál.
Úrskurður: þar sem að leikmaðurinn hafði áður á tímabilinu hlotið leikbann fyrir slagsmál og samkvæmt 13 grein reglugerðar númer 8 um aganefnd skal tvöfalda upphaflega refsingu ef leikmaður verður uppvís af endurtekningu á samskonar broti. Því úrskurðast Kristján Freyr Hermannsson í tveggja leikja bann.


Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistaraflokki karla sem leikinn var þann 23.02.10.
Leikmaður SR nr. 61 Egill Þormóðsson hlaut tvo Misconduct dóma og því sjálfkrafa brottvísun úr leiknum (Game Misconduct.).
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn, Egill Þormóðsson sjálfkrafa  í eins leiks bann.

Fh. aganefndar.
Viðar Garðarsson, formaður.