Úrskurður aganefndar 08.10.09

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í 3ja flokki karla sem leikinn var þann 20-10-09 en upp komu erfiðleikar með framkvæmd leiksins. 

Úrskurður: Eins og kom fram í bréfi formanns aganefndar sem sent var aðildarfélögum 21.09.09 og einnig birt á heimasíðu sambandsins mun aganefnd ekki líða neina lausung á framkvæmd leikja á íslandsmótinu í íshokkí. Í atvikaskýrslunni koma fram að nokkrir hnökrar voru á framkvæmd leiksins. Aganefnd hefur því ákveðið að sekta Björninn um krónur 15.000.- Einnig vill aganefnd benda á að hún mun ekki hika við að beita stighækkandi refsingum við ítrekuð brot af þessu tagi. 

Fh. aganefndar.

Viðar Garðarsson