Leiðrétting á fyrri dómi vegna mistaka.

Við úrvinnslu aganefndar á máli Joshua Gribben sem tekið var fyrir á aganefndarfundi í gær föstudag urðu undirrituðum á mistök. Þar var blandað saman brottvísun úr leik í meistaraflokki og brottvísun úr leik í 3ja flokki karla, og leikmaðurinn settur í sjálfkrafa leikbann. Þetta er ekki í samræmi við þær vinnureglur sem aganefndin hefur unnið eftir og leiðréttist því hér með.

Úrskurður leiðréttur: GM brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik sem þjálfari fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann. Hinsvegar stendur sú ákvörðun að Joshua Gribben hlýtur leikbann fyrir að fara ekki til búningsherbergja eftir að hafa verið vísað af leikvelli. Þetta er til samræmis við útgefna stefnu aganefndar sem gefin var út 22. desember og birt hér á vefsvæði aganefndar ásamt því að vera send aðildarfélögum til kynningar. Joshua Gribben fær því eins leikja bann og skv. vinnureglum aganenfndar er hér um allsherjarbann að ræða.

Undirritaður biðst velvirðingar á mistökum þessum.

Viðar Garðarsson form. aganefndar.