Úrskurður 31.03.2008

Aganefnd IHI hefur móttekið atvikaskýrslu frá fjórða leik í úrslitum milli SR og SA sem leikin var í gær sunnudaginn 30. mars 2008. Þar fær leikmaður SR númer 15 Martin Soucek (MP) fyrir að veitast að dómara. Leikmaðurinn er dæmdur í 3 leikja bann.

Einnig kemur fram í sömu atvikaskýrslu að leikmaður SR númer 51 Gauti Þormóðsson hafi sýnt dómara leiksins óvirðingu og átt við hann ósæmilega orðræðu. Með vísan til fyrri dóma vegna sambærilegra atvika er úrskurðuð brottvísun úr leiknum (GM) á leikmanninn. Þar sem að hann á fyrir aðra slíka brottvísun frá leik sem leikinn var 29.12.2007 dæmist á hann sjálfkrafa eins leiks bann.

F.h. aganefndar

Viðar Garðarsson formaður