Leikbann á Tomas Fiala

Aganefnd IHI hefur móttekið atvikaskýrslu frá fyrsta leik í úrslitum milli SA og SR sem leikin var í gær miðvikudaginn 26. mars 2008. Þar fá leikmennirnir Tomas Fiala númer 25 hjá SA og Martin Soucek númer 15 hjá SR báðir sjálkrafa brottvísun úr leik. (Game misconduct). Þar sem leikmaður SA númer 25 Tomas Fiala á aðra brottvísun úr leik (GM) frá 29.09.2007 dæmist hann sjálfkrafa í leikbann í næsta leik. Reykjavík 27.03.2008 Viðar Garðarsson formaður aganefndar