Úrskurður 25.10.2006

Aganefnd hélt sinn fyrsta fund á þessari leiktíð fyrr í dag og úrskurðaði eftirfarandi:
 
Leikmaður Bjarnarins, númer 12 Þórhallur Þór Alfreðsson, var uppvís að óásættanlegri framkomu í leik Bjarnarins og SR, sem leikinn var 17.10.2006 í Egilshöll. Þegar hann braut rúðu í refsiboxi þar sem hann þar sem hann var að taka út refsingu. Aganefnd telur þessa framkomu óásættanlega og beina ögrun við starfsfólk leiksins. Þórhallur Þór Alfreðsson sætir leikbanni um einn leik.
                                 
Aganefnd fjallaði einnig um framkomu liðsstjóra Bjarnarins Snorra Gunnars Sigurðarsonar. Nefndin álítur að starfsmaður liðs geti ekki sagt sig frá starfi sínu í miðjum leik og komið að ritaraboxi og sýnt dómara leiksins óvirðingu.  Nefndin er sammála um að Snorri er liðsstjóri þar til leiknum er lokið og sem slíkum ber honum að sýna starfsmönnum leiksins þar með talið dómurum full virðingu. Aganefnd er einhuga í þeirri viðleitni sinni að taka verði hart á öllu áreyti við starfsmenn leiksins og er sammála um að Snorri Gunnar Sigurðarson skuli hljóta 2ja leikja bann.
 
Reykjavík 25.10.2006
 
Viðar Garðarsson
Bjarni Grímsson
Jón Heiðar Rúnarsson