Úrskurður aganefndar 8.12.2014

Fyrir var tekin atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur  í 4. flokki laugardaginn 15. nóvember 2014.
Leikmaður Bjarnarins nr. 7 Kristófer Birgisson fékk 2 + 10 fyrir árekstur við höfuð.

Úrskurður Aganefndar: Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF hefur aganefnd heimild til að beita viðurlögum fyrir hvert það atvik sem tekið er fyrir.  Einnig er nú sérstök áhersla lögð á það hjá IIHF og aðildarþjóðum að taka hart á öllum tæklingum sem lenda á höfði eða hálsi andstæðings.  Auk þess að taka fyrir dómaraskýrslu hefur aganefnd hefur skoðað atvikið á myndbandi sem til er af því. Það er álit aganefndar að um gáleysislega tæklingu hafi verið að ræða sem beindist að höfði og hálsi andstæðings. Ekki er hægt að skera úr um það með fullri vissu á fyrirliggjandi gögnum að um ásetning hafi verið að ræða. Hver og einn leikmaður er ávalt ábyrgur fyrir því að framkoma og hátterni geti ekki valdið öðrum tjóni.  Í þessu ljósi og með tilvísun í fyrri ákvarðanir aganefndar í sambærilegum málum telur aganefnd hæfilegt að úrskurða eftirfarandi: 

Leikmaður Bjarnarins, Kristófer Birgisson,  er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í 4. flokki. Bannið er allsherjarbann.

—————

Aganefnd vill í kjölfar þessa máls árétta við aðildarfélög ÍHÍ þær reglur sem gilda um fyrirkomulag helgarmóta í öllum aldursflokkum. Þær er að finna í reglugerð númer 13 um framkvæmd móta. Sérstaklega greinar 13.3 og 13.3.1 og einnig í handbók um mótahald í yngri aldursflokkum sem má finna hér.

Í reglugerð númer 13 er á öllum helgarmótum sem leikin eru á vegum ÍHÍ mótsstjórn fært vald bæði móta- og aganefndar ÍHÍ til þess m.a. að taka á atvikum sem þessum strax og þau eiga sér stað.

Einnig vill aganefnd beina þeim tilmælum til dómara að þeir riti atvikaskýrslur sínar eins fljótt og auðið er og komi þeim í réttann farveg. Ef misbrestur verður á að mótsstórn taki málið fyrir skal dómari senda atvikaskýrslu sína eins fljótt og kostur er beint til aganefndar.

F.h. aganefndar

Viðar Garðarsson