Úrskurður aganefndar 7. október 2022

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Fjölnis og SR í Íslandsmóti U18 sem leikinn var 4. október 2022 í Egilshöll.

Í atvikaskýrslu kemur fram að leikmaður SR nr. 8 Benedikt Olgeirsson hafi tæklað andstæðing sinn í höfuð á blindu hliðina þannig að andstæðingurinn hafði ekki möguleika á því að verja sig. Leikmaður SR nr. 8 fékk Match Penalty (MP) samkvæmt reglu 48.5.

Aganefnd telur að hér sé um gróft brot að ræða þar sem andstæðingurinn hafði ekki vitneskju um hvað var í vændum og gat þar af leiðandi ekki varið sig.

Úrskurður; Aganefnd Úrskurðar leikmann nr. 8 hjá SR Benedikt Olgeirsson í þriggja leikja bann.

Bannið er alsherjarbann.