Úrskurður Aganefndar 5. febrúar 2021

Aganefnd barst erindi ásamt myndbandi frá Skautafélagi Akureyrar (SA) dags. 3. febrúar 2021 vegna atviks í leik Fjölnis og SA í mfl. karla leikinn þann 30. janúar 2021.

Atvikið varðar leikmann Fjölnis nr. 15 Aron Knútsson þar sem hann krosstékkar leikmann SA á háls- og höfuðsvæði. Skv. upplýsingum aganefndar varð leikmaðurinn ekki fyrir alvarlegum meiðslum.

Úrskurður: Aganefnd úrskurðar leikmann nr. 15 Aron Knútsson í eins leiks bann.