Úrskurður aganefndar 4. október 2021

Fundur aganefndar 4. Október 2021

Mál 1

Fyrir er tekin atvikaskýrsla úr leik SA og SR sem l leikin var þann 02.10.21, síðastliðin. Leikmaður SA varð uppvís af því að nota mjög niðrandi og óviðurkvæmileg rasísk ummæli gegn andstæðingi.

Öll íshokkí hreyfingin á Íslandi, bæði sérsamband og aðildarfélög leggjast í sameiningu mjög ákveðið nú sem fyrr gegn hverskonar kynþáttaníð eða rasisma. Slík hegðun verður ekki liðin.

Úrskurður: Aganefnd ÍHÍ dæmir viðkomandi leikmann SA í þriggja leikja bann fyrir ummæli sín. Bannið er allsherjar bann.  

Mál 2

Aganefnd hefur tekið til skoðunar atvik sem átti sér stað í leik milli Fjölnis og Skautafélags Reykjavíkur í Egilshöll þriðjudaginn 28.9.2021. Ástæða þess að atvikið er skoðað er að leikmaður SR fær heilahristing sem orsakar það að hann verður óleikfær. Aganefnd setti sér það viðmið í upphafi tímabils að farið yrði sérstaklega yfir þau atvik þar sem upp kæmu meiðsli leikmanna.

Ljóst er af myndbandsupptöku að atvikið er að mestu innan þess ramma sem leikurinn og reglur hans heimila. Þó er ljóst að leikmaður Fjölnis númer 14 Hjalti Friðriksson gengur óvenju hart fram gagnvart andstæðingi sínum eftir að pökkurinn hefur borist annað og þá framkomu hefði auðveldlega mátt forðast.

Úrskurður: Aganefnd ÍHÍ dæmir Hjalta Friðriksson leikmann Fjölnis í eins leiks bann. 

 F.h aganefndar Konráð Gylfason