Úrskurður aganefndar 3. maí 2023

Aganefnd tók fyrir atvikaskýrsla fá leik Fjölnis og SA í U-16 aldursflokki sem leikinn var 30. apríl síðastliðinn.

Þegar leik var lokið og leikmenn liðanna skautuðu samsíða til það þakka hver öðrum fyrir leikinn kýlir leikmaður SA Víkinga númer 27 anndstæðing sinn í andlitið þannig að hann fellur við. Aganefnd er sammála um að hún telur brot þetta vera verulega ámælisvert.

Úrskurður:

Leikmaður U-16 liðs SA víkinga númer 27 er úrskurðaður í þriggja leikja alsherjarbann. Þar sem þetta var síðasti leikur þessa keppnistímabils þá tekur bannið yfir upphaf næsta keppnistímabils.