Úrskurður Aganefndar 27. október 2019

Stjórn Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) ákvað á fundi sínum 16. október 2019 að senda Aganefnd ÍHÍ mál til umfjöllunar er varðar framkomu Stefáns Arnar Þórissonar (SÖÞ) við Hermann Hauk Aspar (HHA) sem var dómari á leik sem leikinn var í Egilshöll þann 12. október 2019. Með erindi stjórnar ÍHÍ fylgdi bréf frá fyrrnefndum dómara um málsatvik.

Stefáni Erni var eins og 19. gr. reglugerðar gerir ráð fyrir gefinn kostur á að senda athugasemdir við greinargerðina sem fylgdi erindi stjórnar ÍHÍ. Svar barst frá Stefáni þann 24. október 2019

Aganefnd telur að taka beri orð fyrrnefnds dómara trúanleg. Aganefnd fordæmir þau orð og þær ásakanir sem HHA þurfti að sitja undir. Þær eru með öllu ólíðandi og mun Aganefnd ekki hika við nú sem endranær að beita viðurlögum í þeirri viðleitni sinni að minnka líkur á framkomu sem þessari.

Úrskurður:
Stefáni Erni Þórissyni er óheimilt að koma á leiki er haldnir eru af ÍHÍ og aðildarfélögum þess næstu 35 daga frá birtingu þessar úrskurðar. Úrskurðurinn á við um alla leiki sem dómarar á vegum ÍHÍ dæma.

Fjölnir/Björninn íshokkídeild er sektað um kr. 15.000.- á grundvelli 16 greinar reglugerðar númer 8.