Úrskurður Aganefndar 25.11.2014


Tekin er fyrir atvikaskýrsla dómara úr leik Skautafélags Akureyrar og UMFK Esju í meistara flokki karla sem leikinn var þann 18.11.2014.

Leikmaður SA, #44 Ingólfur Tryggvi Elíasson hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál.

Úrskurður: Brotið færist til bókar  og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Leikmaður UMFK Esju, #2 Ólafur Hrafn Björnsson hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál.

Úrskurður: Brotið færist til bókar  og við aðra brottvísun úr leik fara leikmennirnir sjálfkrafa í eins leiks bann.

Leikmaður SA, #28 Rúnar F. Rúnarsson hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál.

Aganefnd hefur yfirfarið atvikið sérstaklega með því að skoða það af myndbandsupptöku. Nefnin lítur það mjög alvarlegum augum að leikumaður skuli taka af sér hanska og slá ítrekað berhentur til andstæðings.

Úrskurður: Rúnar F. Rúnarsson er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann.

Leikmaður UMFK Esju, #10 Egill Þormóðsson hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál.

Aganefnd hefur yfirfarið atvikið sérstaklega með því að skoða það af myndbandsupptöku. Greinilegt er á myndbandinu að leikmaðurinn telur sig eiga eitthvað óuppgert við leikmann SA númer 44 og fyrrnefndur leikmaður leggur á sig sérstaka ferð og notar kylfuákeyrslu (cross check) sem beint er að hálsi og höfði andstæðings. Aganefnd lítur það mjög alvarlegum augum þegar leikmenn vísvitandi og með ásetningi leggja til atlögu gegn andstæðingum sínum með ólöglegum hætti, sérstaklega þegar brotið beinist að höfði og hálsi. Til refsilækkunar er tekið tillit til þess að leikmaðurinn sem fyrir brotinu varð varð ekki fyrir meiðslum.

Úrskurður: Egill Þormóðsson er hér með úrskurðaður í þriggja leikja bann.

Fh. Aganefndar

Viðar Garðarsson formaður