Úrskurður Aganefndar 20.12.2013

Fyrir var tekin atvikaskýrsla úr leik Jötna og SR Fálka í mfl. flokki laugardaginn 14. desember 2013.

Leikmaður Jötna nr. 22 Birgir Þorsteinsson fékk Brotvísun úr leik (GM) fyrir Boarding
Leikmaðurinn sem fyrir brotinu varð slasaðist og þurfti að leyta á sjúkrahús og verður frá keppni um tíma.

Úrskurður Aganefndar
Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF hefur aganefnd heimild til að þyngja refsingu fyrir hvert það atvik sem að getið er í leikskýrslu og innifelur Brottvísun úr leik eða þyngri refsingu.
Samkvæmt skýrslu dómara eru áverkar þeir sem leikmaður SR Fálka nr.11  fékk bein afleiðing af broti leikmanns Jötna nr. 22.
Það er álit aganefndar að um hafi verið að ræða óviljaverk. Það breytir þó ekki því að leikmaðurinn brýtur ólöglega á andstæðingi sem slasast. Hver og einn leikmaður er ávalt ábyrgur fyrir því að framkoma og  hátterni geti ekki valdið öðrum tjóni.  Í þessu ljósi og með tilvísun í fyrri ákvarðanir aganefndar í sambærilegum málum telur aganefnd hæfilegt að úrskurða eftirfarandi: 
Leikmaður Jötna, Birgir Þorsteinsson,  er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í mfl. flokki. Bannið er allsherjarbann.

Fh. Aganefndar
Viðar Garðarsson, formaður