Úrskurður aganefndar 20. febrúar 2021

Aganefnd barst erindi,  ásamt vísun í upptöku af leik, frá stjórn Skautafélags Reykjavíkur þann 20. febrúar 2021 vegna atviks í leik SR og SA í mfl. karla leikinn þann 19. febrúar 2021.

Atvikið átti sér stað þegar 7 mínútur og 26 sekúndur voru eftir af þriðja leikhluta þegar leikmaður SA nr. 96 og leikmaður SR nr. 22 rekast saman.

Úrskurður; Aganefnd tók erindið fyrir á fundi sínum 20. febrúar 2021 en telur að ekki sé ástæða til að bregðast frekar við því.

F.h. aganefndar

Konráð Gylfason