Úrskurður Aganefndar 17.02.2014

Fyrir var tekin atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í mfl. flokki karla sem leikinn var þriðjudaginn 11. febrúar 2014.

Leikmaður Bjarnarinsnr. 7 Aron Knútsson fékk Brotvísun úr leik (GM) fyrir Hné (kneeing)

Einnig kemur fram í skýrslu aðaldómara að fyrrnefndur leikmaður hafi eftir að honum var vísað úr leiknum haldið á áhorfendapalla en reglur kveða á um að leikmaður skuli halda sig í búningsklefa eða yfirgefa keppnisstað sé honum vísað úr leik.

Úrskurður: Brottvísun úr leik (GM)færist til bókar á leikmanninn og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann. Fyrir að fara á áhorfendapalla eftir að honum hafði verið vísað úr leiknum hlýtur Aron Knútsson einn leik í bann. Bannið er allsherjarbann.


Fyrir var tekin atvikaskýrsla úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar í mfl. flokki kvenna sem leikinn var laugardaginn 15. febrúar 2014.

Leikmaður Skautafélags Reykjavíkur nr. 8 Gréta Jónsteinsdóttir fékk Brotvísun úr leik (GM) fyrir Boarding.

Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Fh. Aganefndar.


Viðar Garðarsson 
formaður