Úrskurður aganefndar 16. október 2023

Aganefnd ÍHÍ kom saman í netheimum 16. október 2023.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Fjölnis og Skautafélags Akureyrar í meistaraflokki karla, sem leikin var 13. október 2023 í Egilshöll

Leikmaður SA númer 91 ræðst að leikmanni Fjölnis númer 9 þegar leikur hefur verið stöðvaður. Eftir að hafa skoðað dómarskýrslu og horft á myndband af atvikinu er það mat aganefndar að leikmaður SA nr. 91 er upphafsmaður af atvikinu og framkoma leikmanns Fjölnis nr. 9 í kjölfarið mjög ámælisverð.

Úrskurður: Leikmaður SA nr. 91 Róbert Hafberg fær einn leik í bann fyrir slagsmál. Leikmaður Fjölnis nr. 9 Róbert Pálsson fær einnig einn leik í bann fyrir óíþróttamannslega hegðun í kjölfarið.