ÚRSKURÐUR AGANEFNDAR 13. DESEMBER 2018

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Fjölnis/Bjarnarins og SR, mfl. frá 11. desember 2018.

Leikmaður Fjölnis nr.25 Ingþór Árnason fékk leikdóm, Game Misconduct Penalty skv. reglu 119 ii á 36:47:00.

Aganefnd hefur skoðað upptökur af atvikinu og lítur alvarlegum augum á eðli brotsins og þeim afleiðingum sem slík brot geta haft á aðra leikmenn. Hver og einn leikmaður er ávallt ábyrgur fyrir því að framkoma og hátterni geti ekki valdið öðrum tjóni. Í þessu ljósi og með tilvísun í strangari refsingar atvika telur Aganefnd hæfilegt að úrskurða eftirfarandi:

Úrskurður:  Leikmaður Fjölnis nr.25 Ingþór Árnason fær refsingu tveggja leikja bann fyrir brotið.

Bannið er allsherjarbann.

F.h Aganefndar

Þórhallur Viðarsson