Úrskurður Aganefndar 11.12.13

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr æfingaleik SA og Kvennalandsliðs sem fram fór á Akureyri 15.11.2013

Leikmaður Skautafélags Akureyrar nr. 15, Róbert Andri Steingrímsson, hlaut leikdóm (MP) fyrir aðför að dómara ásamt því að vera með kjafthátt.

Samkvæmt reglum ÍHÍ og IIHF felur leikdómur (MP) í sér eins leiks bann en nefndinni er heimilt að þyngja refsingu með viðeigandi hætti í samræmi við alvarleika brotsins hverju sinni.  Sem fyrr er Aganenfd algjörlega samstíga um að beita þá leikmenn sem á einhvern hátt viljandi snerta dómara harðari refsingum en almennt er og tekur úrskurður Aganefndar mið af því.
Úrskurður: Róbert Andri Steingrímsson leikmaður Skautafélags Akureyrar er úrskurðaður í þriggja leikja bann. Bannið er allsherjarbann.

Teknar eru fyrir atvikaskýrslur úr leik Skautafélags Reykjavíkur og Bjarnarins í meistaraflokki karla sem leikinn var þann 3.12.2013.

Leikmaður SR nr. 12, Viktor Örn Svavarsson, hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál. 
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Leikmaður SR nr. 28, Guðmundur Þorsteinsson, hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál. 
Úrskurður: Guðmundur Þorsteinsson hlaut brottvísun úr leik þ. 30.11.13 fyrir slagsmál. Þetta er því önnur brottvísun leikmannsins og hlýtur hann því einn leik í bann. Bannið er allsherjarbann.

Leikmaður Bjarnarins nr. 32, Bóas Gunnarsson, hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál. 
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Leikmaður Bjarnarins nr. 24, Thomas Nielsen, hlaut leikdóm (MP) fyrir að bíta leikmann.
Atvik þetta er sem betur fer einstakt. Aganefnd vill árétta að leikmönnum verður ekki liðið að bíta aðra leikmenn eða starfsmenn leiksins. Slík framkoma er mjög ámælisverð auk þess sem hún skapar aukna hættu sem felst í smiti. Aganefnd er því samstíga í því að gefa út í hreifinguna skýr skilaboð. Mjög hart verður tekið á framkomu sem þessari. Aganefnd hefur ekki upplýsingar um að sá er bitin var hafi þurft að leita sér lækninga eftir atvikið. Telur nefndin það gerendanum til refsilækkunar. Byggt á þessum upplýsingum telur nefndin hæfilegt að leikmaðurinn Thomas Nilsen hljóti samanlagt 3 leiki í bann.
Úrskurður: Thomas Nielsen hlýtur þrjá leiki í bann. Bannið er allsherjarbann

Fh. Aganefndar.

Viðar Garðarsson
formaður