Úrskurður Aganefndar 10.09.2014

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SR og UMFK Esju í meistaraflokki karla sem leikinn var þann 06.09.2014.

Leikmaður UMFK Esju, #42 Gunnar Guðmundsson hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál.

Úrskurður: Brotið færist til bókar  og við aðra brottvísun úr leik fara leikmennirnir sjálfkrafa í eins leiks bann. 

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik  UMFK Esju og Bjarnarins í meistaraflokki karla sem leikinn var þann 06.09.2014.

Leikmaður Bjarnarins, #32 Sigursteinn Atli Sighvatsson hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál.

Úrskurður: Brotið færist til bókar  og við aðra brottvísun úr leik fara leikmennirnir sjálfkrafa í eins leiks bann.


fh. Aganefndar

Viðar Garðarsson