Úrskurður aganefndar 10. desember 2021

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SA og SR í mfl karla sem leikinn var 7. desember 2021. 

Í atvikaskýrslunni kemur fram að leikmaður SR nr. 34, Miloslav Racansky, hafi slegið leikmann SA nr. 10 og lá hann eftir. Brotið átti sér stað í þriðja leikhluta.

Dómari leiksins gaf leikmanni SR nr 34 5+GM samkvæmt reglu 61,3 og 61,5.

Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaður sjálfkrafa í eins leiks  bann.

Aganefnd.