Úrskurður Aganefnar 21.03.2015

Fyrir var tekin atvikaskýrsla úr leik SA og SR í mfl. flokki leikinn föstudaginn 20. mars 2015.Leikmaður SA nr. 19 Andri Mikaelsson tæklaði leikmann SR númer 17 í höfuð.
Dómarar leiksins sáu atvikið ekki vel en rituðu atvikaskýrslu þar sem þeir óska eftir því að aganefnd skoði málið.   Sérstök áhersla er lögð á það hjá IIHF og aðildarþjóðum að taka hart á öllum tæklingum sem lenda á höfði eða hálsi andstæðings.  Aganefnd óskaði eftir því við RUV sem tók upp leikinn að fá myndband af atvikinu til að geta skoðað atvikið og hefur það verið skoðað ítarlega. Það er álit aganefndar að leikmaðurinn hafi haft möguleika til þess að forða því að lenda á höfði andstæðings síns sem hafði ekki möguleika á því að verja sig. Hver og einn leikmaður er ávalt ábyrgur fyrir því að framkoma og  hátterni geti ekki valdið öðrum tjóni.  Í þessu ljósi og með tilvísun í fyrri ákvarðanir aganefndar í sambærilegum málum telur aganefnd hæfilegt að úrskurða eftirfarandi: 

Leikmaður SA númer 19 Andri Mikaelsson,  er hér með úrskurðaður í tveggja leikja bann í mfl. flokki. 

Fh. Aganefndar
Viðar Garðarsson formaður