Úrskurðir aganefndar frá fundi 4. mars 2024

Fundur aganefndar 
Haldin í netheimum 4. mars 2024,
Fyrir voru teknar eftirfarandi dómaraskýrslur.

 

Mál 1. Frá 10. febrúar 2024 í meistaraflokki karla Leikmenn SA númer 96 og Fjölnis númer 4 fá Brottvísun úr leik fyrir átök,

Úrskurður: Aganefnd hefur færst brotin til bókar og aðhefst ekkert frekar. 

 

Mál 2 - Tekin er fyrir dómaraskýrsla frá 13. febrúar 2024, U16 SR-FJÖ

Liðsstjóri Fjölnis var með athugasemdir og aðfinnslur við dómara leiksins sem settar voru fram á óviðurkvæmilegan hátt. Aganefnd hefur  lýst því yfir að hún muni ekki líða munnlegt áreyti á gagnvart dómurum sambandsins. Hafi liðsstjórar eða aðrir starfsmenn liða athugasemdir við störf dómara er farvegur að senda slíkar kvartanir til skrifstofu sambandsins. Munnlegur skætingur verður ekki liðinn.

Úrskurður: Fjölnir íshokkídeild fær 25.000 króna sekt fyrir óásættanlega hegðun liðsstjóra með undir 16 ára liði félagsins. Sektum verður beitt áfram og stighækkandi ef þetta lagast ekki.

 

Mál 3 - Tekin er fyrir dómaraskýrsla frá 13. febrúar 2024, U16 SR-FJÖ

Í dómaraskýrslu kemur fram að að í leikslok er dómarar yfirgáfu ísinn var hópur heldri leikmanna þar að skipta um föt í sama búningsklefa, þannig ekki fékkst næði til þess að skrifa dómaraskýrslur og ræða leikinn. Aganefnd bendir Skautafélagi Reykjvaíkur á að starfi dómarans er ekki lokið þegar leik lýkur og á félaginu liggur sú skilda að vera með öryggisgæslu þannig að dómarar fái vinnufrið og næði til þess að klára leikinn. 

Úrskurður: SR fær viðvörun að þessu sinni en verður beitt sektum gerist þetta ítrekað.

 

Mál 4 - Tekin er fyrir dómaraskýrsla frá 17. febrúar 2024, U16, Jötnar - SR

Leikmaður Jötna númer 13 slær andstæðing í magann þegar leik er lokið og lið eru að takast í hendur og þakka fyrir leikinn. 

Úrskurður: Leikmaður SA númer 13 Sölvi Blöndal fær einn leik í bann fyrir óíþróttamannslega hegðun. Bannið er alsherjar bann. 

 

Mál 5 og 6 - Teknar eru fyrir dómaraskýrslur frá 20. febrúar 2024, Mfl karla SR-FJÖ

M5 - Leikmaður Fjölnis númer 12 tæklar leikmann SR númer 92 Þannig að hann skellur illa í rammanum.  Leikmaðurinn fékk brottvísun úr leiknum.
M6 - Leikmaður SR númer 3 tæklar leikmann Fjölnis númer 2 þannig að leikmaðurinn skellur illa á rammanum. Leikmaðurinn fékk brottvísun úr leiknum.

M5 - Úrskurður: Leikmaður Fjölnis Viktor Svavarsson númer 12, brotið er fært til bókar og tekið tillit til þess að leikmaðurinn hefur ekki verið fastagestur hjá aganefnd. Verði leikmaðurinn uppvís að samskonar broti getur þetta brot orðið til refsingarauka.

 M6 - Úrskurður: Leikmaður SR númer 3 Pétur Mack fær fær samskonar meðhöndlun. Brotið er fært til bókar og tekið tillit til þess að leikmaðurinn hefur ekki verið fastagestur hjá aganefnd. Verði leikmaðurinn uppvís að samskonar broti getur þetta brot orðið til refsingarauka.

Mál 7 - Tekin er fyrir dómaraskýrsla frá 25. febrúar 2024, Mfl karla SR-SA

Leikmaður SA númer 8 fær brottvísun úr leiknum vegna kylfustungu (spearing). 

Úrskurður: Leikmaður SA númer 8 Birkir Einisson. Brot hans færist til bókar og tekið tillit til þess að leikmaðurinn hefur ekki verið fastagestur hjá aganefnd. Verði leikmaðurinn uppvís að samskonar broti getur þetta brot orðið til refsingarauka.