Úrskurðir Aganefndar 07.12.12

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SR Fálka og Víkinga í meistaraflokki karla sem leikinn var þann 30.11.2012.
1. Leikmaður Víkinga nr. 23 Zdenek Prochazka fékk brottvísun úr leik (GM) fyrir óíþróttamannslega framkomu.
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.
2. Fyrrnefndur leikmaður fór upp í áhorfendastúku í stað þess að yfirgefa keppnisstað eða halda til í leikmannaklefa.
Úrskurður: Leikmaðurinn hlýtur einn leik í bann. Bannið er allsherjarbann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og  SR í meistara flokki karla sem leikinn var þann 04.12.2012.
Leikmaður SR nr. 8  Tómas Tjörvi Ómarsson tvisvar sinnum áfellisdóm í leiknum fyrir óíþróttamannslega framkomu og því sjálfkrafa brottvísun úr leik. (Game Misconduct).
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SA og Bjarnarins og í 3. flokki sem leikinn var þann 01.12.2012.
Leikmaður Bjarnarins nr. 92 Óskar Elvarsson  hlaut brottvísun úr leik (Game Misconduct) fyrir Boarding.
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SA og Bjarnarins og í 3. flokki sem leikinn var þann 01.12.2012.
Leikmaður Bjarnarins nr. 83 Jón Árni Árnason  hlaut brottvísun úr leik. (Game Misconduct) fyrir íóþróttamannslega framkomu.
Úrskurður: Brotið færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaðurinn sjálfkrafa í eins leiks bann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SA og Bjarnarins og í 3. flokki sem leikinn var þann 01.12.2012.
Leikmaður SA nr. 13 Aron Vignir Erlendsson hlaut leikdóm (Match Penalty) fyrir að sparka. Aganefnd vill árétta að leikmaður sem sparkar getur valdið mikilli hættu gagnvart öðrum leikmönnum og af þeirri ástæðu eru reglur sem um það gilda mjög strangar.
Úrskurður: Leikmaðurinn hlýtur einn leik í bann. Bannið er allsherjarbann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik SA og Bjarnarins og í 3. flokki sem leikinn var þann 01.12.2012.
Leikmaður Bjarnarins nr. 10 Hjalti Jóhannsson hlaut 2+10 mínútur fyrir bakákeyrslu (Checking from behind).
Aganefnd ákvað að taka málið upp vegna þeirra afleiðinga sem brotið hafði og var óskað eftir atvikaskýrslu frá dómara í kjölfarið. Úr atvikaskýrlsunni má lesa, að í gerðum leikmannsins fólst mjög ákveðinn ásetningur í að fella leikmanninn, án þess að hann gæti borið vörnum við. Aganefnd lýtur brot af þessu tagi mjög alvarlegum augum, og vill taka sérstaklega fram, að sérhver leikmaður ber ávallt ábyrgð á gerðum sínum og þeim afleiðingum sem af þeim kunna að hljótast.
Úrskurður: Leikmaðurinn hlýtur fjóra leiki í bann. Bannið er allsherjarbann.