Úrskurðir aganefndar 06.09.12

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistara flokki karla sem leikinn var þann 13.03.2012. 

Leikmaður Bjarnarins nr. 24 Sergei Zak hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál. Í atvikaskýrslunni kemur einnig fram að leikmaðurinn hafi ekki haldið til búningsklefa eftir að honum var vísað úr leiknum. Einnig kemur fram að leikmaðurinn hafi á meðan leik stóð opnað hlið við leikvöllinn 

Úrskurður: Sergei Zak hlýtur tvo leiki í bann. Bannið er allsherjarbann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistara flokki karla sem leikinn var þann 13.03.2012. 

Leikmaður Skautafélags Reykjavíkur nr. 21 Björn Róbert Sigurðarson hlaut brottvísun úr leik (GM) fyrir slagsmál. Í atvikaskýrslunni kemur einnig fram að leikmaðurinn hafi ekki haldið til búningsklefa eftir að honum var vísað úr leiknum ásamt því að hrækja í átt að varamannabekk andstæðinganna.

Úrskurður: Björn Róbert Sigurðarson hlýtur tvo leiki í bann. Bannið er allsherjarbann.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Bjarnarins og Skautafélags Reykjavíkur í meistara flokki karla sem leikinn var þann 13.03.2012. 

Leikmaður Skautafélags Reykjavíkur nr. 18 Robbie Sigurdson hlaut tvo áfellisdóma og því brottvísun úr leik (GM) fyrir munnbrúk. Í atvikaskýrslunni kemur einnig fram að leikmaðurinn hafi endastungið dómarann.

Úrskurður: Robbie Sigurdsson hlýtur þrjá leiki í bann. Bannið er allsherjarbann.