Fundur og úrskurður aganefndar 9. febrúar 2021

Þann 7. febrúar 2021 barst aganefnd Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) bréf frá Hallmundi Hallgrímssyni  þar sem hann óskar eftir því að hætta í aganefnd ÍHÍ.  Aganefnd og stjórn ÍHÍ þakkar Hallmundi fyrir góð störf fyrir nefndina.

Konráð Gylfason frkvstj. ÍHÍ tekur sæti Hallmundar, samkvæmt reglugerð ÍHÍ nr.14 gr. 5.

Tekin er fyrir atvikaskýrsla úr leik Fjölnis og Skautafélags Akureyrar (SA) í mfl. karla sem leikinn var 6. febrúar 2021.

Í atvikaskýrslu kemur fram að leikmaður SA nr. 19 Andri Már Mikaelsson fékk leikdóm (MP) skv. reglu 127 fyrir sérstaklega hættulega tæklingu (Cross-Checking).

Leikmaður SA nr. 28 Unnar Hafberg Rúnarsson og leikmenn Fjölnis nr. 9 Róbert Freyr Pálsson og nr. 12 Viktor Örn Svavarsson fengu leikdóm (GM) fyrir slagsmál.

Úrskurður aganefndar: 

Leikmaður SA nr. 19 Andri Már Mikaelsson er úrskurðaður í eins leiks bann vegna MP og tvo leiki að auki, samtals þriggja leikja bann.

Atvik leikmanna sem fengu GM færist til bókar og við aðra brottvísun úr leik fer leikmaður sjálfkrafa í eins leiks bann.

 

Birkir Árnason vék af fundi við afgreiðslu nefndarinnar.

Fh. aganefndar ÍHÍ

Konráð Gylfason