Landslið karla í íshokkí 2023

Landslið karla rétt áður en farið var um borð í flug til Madrídar.
Landslið karla rétt áður en farið var um borð í flug til Madrídar.

Leikið er  í Pista de Hielo de Madrid skautahöllinni sem staðsett í verslunarmiðstöð í miðri Madrídarborg.  Um þessar mundir er Spænska íshokkísambandið að halda upp á 100 ára afmælið sitt og því ekki loku fyrir skotið að mótið verði allt hið glæsilegasta.

Valdimir Kolek og Sami Petteri Lehtinen, þjálfarar liðsins, eru búnir að setja saman hópinn og er liðið lagt af stað ásamt starfsfólki.  Fyrsti leikur Íslands er sunnudaginn 16.paríl kl.10:30 að íslenskum tíma og er gegn Georgíu, en Ísland vann Georgíu (5 - 2) einmitt í apríl á síðasta ári þegar mótið var haldið hér á landi. 

Landsliðhópur Íslands

Jakob Jóhannesson
Jóhann Ragnarsson
Gunnar Arason
Atli Sveinsson
Ingvar Jonsson
Ormur Jónsson
Bjarki Johannesson
Thorgils Eggertsson
Róbert Freyr Pålsson
Andri Mikaelsson
Jóhann Leifsson
Unnar Runarsson
Heidar Johansson
Kári Arnarsson
Sölvi Atlason
Ólafur Baldvin Bjorgvinsson
Styrmir Maack
Níels Hafsteinsson
Gunnlaugur Thorsteinsson
Viggó Hlynsson
Emil Alengård
Hákon Magnússon

 

Starfsfólk

Vladimir Kolek, þjálfari
Sami Lehtinen, þjálfari
Runar Freyr Runarsson, liðsstjóri
Ari Gunnar Oskarsson, tækjastjóri
Leifur Olafsson, tækjastjóri
Emanuel Sanfilippo, sjúkraþjálfari
Konrad Gylfason, aðstoðarmaður

 

Nánar er hægt að fylgjast með mótinu á vef IIHF hér https://www.iihf.com/en/events/2023/wmiia