Úrslitakeppni karla og kvenna

Úrslitakeppni karla hefst í dag með fyrsta leik í playoffs. Skautafélag Akureyrar tekur á  móti Fjölni og hefst leikur kl 16 í Skautahöllinni á Akureyri.  Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki í úrslitakeppninni verður Íslandsmeistari.

Þriðji og lokaleikur í úrslitakeppni kvenna um Íslandsmeistaratitilinn hefst kl 20:30 í kvöld í Skautahöllinni á Akureyri. SA vann fyrsta leikinn örugglega en Fjölnir vann annan leikinn í hörkuspennandi leik í Egilshöll.  Allt getur gerst og keppnin hnífjöfn.

Leikirnir verða streymdir á ÍHÍ - TV.