Úrslitakeppni karla 2022

Skautafélag Akureyrar, SA Víkingar, eru deildarmeistarar, Hertz-deild karla, 2022 eftir frækilega baráttu í vetur. SA Víkingar hafa því tryggt sér heimaleikjaréttinn og mun SR heimsækja Norðlendinga í fyrsta leik úrslitakeppninnar. 

SA Víkingar eru sigursælasta lið síðustu ára í Hertz-deild karla og því verður einstaklega spennandi að fylgjast með úrslitakeppninni í ár þar sem lið SR er með eindæmum sterkt og eru til alls líklegir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn 2022.

SA Víkingar eru með 43 stig í deildarkeppninni, SR með 26 og Fjölnir 3. 

Úrslitakeppnin 2022 hefst þriðjudaginn 22. mars kl 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. 

Úrslitakeppnin er best-of-five eða það lið sem verður fyrra til að vinna þrjá leiki er Íslandsmeistari 2022.

Dagskrá keppninnar er hér; HYDRA.

  • Þriðjudagur 22. mars kl. 19.30 Skautahöllin á Akureyri.
  • Fimmtudagur 24. mars kl. 19:00 Skautahöllin í Laugardal.
  • Laugardagur 26. mars kl. 16:45 Skautahöllin á Akureyri.
  • Þriðjudagur 29. mars kl. 19:45 Skautahöllinni í Laugardal.
  • Fimmtudagur 31. mars kl. 19:00 Skautahöllinni á Akureyri.

Öllum leikjum verður streymt á ÍHÍ-TV.

 Hertz-á Íslandi er aðalstyrktaraðili Íshokkísambands Íslands 2021-2022.

Hertz á Íslandi