Úrslitakeppni karla í íshokkí 2019

Úrslitakeppni karla hefst í kvöld, þriðjudagskvöldið 12. mars og hefst leikur kl 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar taka á móti Skautafélagi Reykjavíkur. Það lið sem verður fyrr til að vinna þrjá leiki mun hampa Íslandsmeistaratitlinum og því spennandi dagar framundan hjá hokkíáhugafólki. 


Dagskrá keppninnar er eftirfarandi:

  1. leikur þriðjudagur 12. mars, kl 19:30 Skautahöllin á Akureyri
  2. leikur fimmtudagur 14. mars, kl 19:00 Skautahöllin í Laugardal
  3. leikur laugardagur 16. mars, kl 16:30 Skautahöllin á Akureyri
  4. leikur þriðjudagur 19. mars, Skautahöllin í Laugardal (ef með þarf).
  5. leikur fimmtudagur 21. mars, Skautahöllin á Akureyri (ef með þarf).

 

SA Víkingar eru deildarmeistarar 2018 og hafa því heimaleikjaréttinn og hefst því úrslitakeppnin á Akureyri.

Streymt verður frá öllum leikjum hjá Oz.