U20 lagðir af stað til Serbíu - Allir leikir liðsins í beinni á streymisveitu ÍHÍ

Í nótt lagði U20 ára pilta landslið Íslands af stað til Belgrad í Serbíu þar sem liðið tekur þátt í heimsmeistaramóti IIHF.  Í þessum styrkleikaflokki leika með okkur Nýja Sjáland, Ástralía, Ísrael, Holland og heimamenn í Serbíu. Okkar lið er mjög ungt og ljóst að verkefnið að þessu sinni er að verja sætið í þessum flokki. Fyrsti leikur liðsins verðu á Sunnudaginn gegn Ísrael og hefst hann klukkan 16:00 á Evrópu tíma en klukkan 15:00 að okkar tíma. Allir leikir mótsins sem U20 er að leika í er streymt frítt fyrir áskrifendur á streymisveitu ÍHÍ. Slóðin þangað er icehockeyiceland.tv 

Góða skemmtun