U18 stúlkna að leggja í hann til Suður Afríku

Núna í morgunsárið á föstudeginum 23. janúar, lagði undir 18 ára stúlkna lið okkar af stað í heljar ferðalag til Höfðaborgar (Cape Town) í Suður Afríku. Liðið er á leið í heimsmeistarakeppni Alþjóða Íshokkísambandsins í styrkleikaflokknum 2B en í honum leika lið sem eru flokkuð í sæti 27 til 33 á heimsvísu. Með okkur í riðli eru Taiwan, Belgía, Mexíkó, Rúmenía og heimamenn í Suður Afríku. Liðið leikur 5 leiki á einni viku og heldur svo heim á ný og lendir 3. febrúar.