U15 hokkístelpur á leið til Bandaríkjanna

6.-12. janúar 2019 munu 15 hokkístelpur í aldurshópi U15 fara til Bandaríkjanna í keppnisferð. 

Um er að ræða ICWG (International children winter games) í Lake Placid sem eru Alþjóðlegir vetrarleikar fyrir börn á aldrinum 12-15 ára.

Þetta er keppni bæjarfélaga þannig að liðið keppir í nafni Akureyrar á mótinu.

Keppt verður í ýmsum vetraríþróttum og auk hokkíliðsins sendir Akureyrarbær 4 keppendur á gönguskíðum og 2 listdansara á skautum, samtals 21 keppanda og 7 í fararstjórn. Liðið tekur þátt í fjórum leikjum á mótinu auk æfinga.

Þjálfari liðsins er Rósa Guðjónsdóttir og Margrét Th. Aðalgeirsdóttir til aðstoðar.

Liðin sem taka þátt í mótinu að þessu sinni eru:

Lake Placid USA
Twinsburg USA
Penticton Canada
Ancaster Canada
Kelowna Canada
Port Moody Canada

Helgina 15.-16.desember munu stelpurnar hittast og halda æfingahelgi til að undirbúa sig fyrir mótið í janúar. Þetta mun klárlega verða ævintýri fyrir stelpurnar og gott tækifæri til að keppa við lið annars staðar úr heiminum.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu keppninnar.