Stjórn Íshokkísambands íslands hefur ákveðið að greiða styrk til þeirra sem þurfa að ferðast milli landshluta vegna æfinga í tengslum við landsliðsverkefni. Hver og einn leikmaður eða forráðamaður hans getur sótt um styrk með því að fylla út og senda inn umsóknareyðublað eftir að æfing hefur átt sér stað. Styrkirnir gilda fyrir æfingar tengdar öllum landsliðsverkefnum sem boðað er til á tímabilinu 1. desember 2025 til 30. apríl 2026.
Greiddar verða 10 þúsund krónur fyrir hverja ferð fram og til baka innanlands.
Eyðublaðinu má hlaða niður með því að smella hér eða með því að fara á síðu ÍHÍ undir skjöl og þar neðst til vinstri er hlekkur sem heitir
„Ferðastyrkur landsliðæfingar“