Stórsigur á Suður Afríku 24 - 0

Okkar stúlkur voru að spila sinn loka leik í dag við lið Suður Afríku og ljóst var fyrir leikinn að það lið var nokkuð veikara en önnur sem í þessu móti eru. Þetta var því að vissu leiti leikur kattarins að músinni. Endanleg úrslit urðu 24 - 0

Staðan í mótinu er áhugaverð því að ef að bæði Ísland og Nýja Sjáland vinna leiki sína þá endar mótið með sigri Nýja Sjálands því innbyrðis viðureignir gilda á eftir stigum áður en gripið er til markatölu.  Því þurfum við að liggja á bæn að Búlgaría nái að standa upp í hárinu á Nýsjálendingum og steli af þeim stigi. 

Það er ekki óskastaða að þurfa að treysta á aðra en svona er þetta stundum í þessum blessuðu íþróttum.  Ef Nýjasjáland missir stig er gullið okkar en ef ekki kemur þessi flotti hópur heim með silfur sem er samt árangur umfram væntingar. 

Mörk:  Kolbrún Björnsdóttir 3,  Amanda Bjarnadóttir 3, Kristína Davíðsdóttir 3, Heiðrún Rúnarsdóttir 3, Eyrún Garðarsdóttir 3, Friðrika Magnúsdóttir 2, Magdalena Sulova 2, Aðalheiður Ragnarsdóttir 2,  Elísa Sigfinnsdóttir 1, Sólrún Assa Arnardóttir 1, María kristjánsdóttir 1,

Stoðseningar:  Sólrún Assa Arnardóttir 4, Friðrika Magnúsdóttir 2, Magdalena Sulova 2, Dagný Teitsdóttir 2, Eyrún Garðarsdóttir 1, Kolbrún Björnsdóttir 1,  Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Arna Gunnlaugsdóttir 1,