Stjórn ÍHÍ

Árni Geir Jónsson formaður Íshokkísambands Íslands (ÍHÍ) hefur beðið lausnar frá störfum vegna persónulegra aðstæðna. Stjórn ÍHÍ þakkar Árna Geir fyrir vel unnin störf í áraraðir og óskar honum velfarnaðar. Árni hefur verið í stjórn ÍHÍ um árabil og þar af sem formaður sambandsins undanfarna 18mánuði. Þar áður var hann í stjórn Bjarnarins og meðal annars formaður klúbbsins.

Stjórn ÍHÍ, fram að íshokkíþingi 2019 er þessi:

  • Helgi Páll Þórisson formaður
  • Guðrún Kristín Blöndal varaformaður
  • Sigurður Sigurðsson gjaldkeri
  • Björn Davíðsson ritari
  • Óli Þór Gunnarsson meðstjórnandi
  • Þórhallur Viðarsson varamaður
  • Arnar Þór Sveinsson varamaður