SR mótið í íshokkí 2019

SR mótið í íshokkí 2019 verður haldið helgina 22. - 24. nóvember 2019.

Um 170 krakkar í U12, U10 og U8 (5. 6. og 7.fl) munu taka þátt í mótinu og þar af eru hátt í helmingur stúlkur.

Um er að ræða eitt fjölmennasta SR mót frá upphafi. Gífurleg fjölgun hefur átt sér stað að undanförnu og hér munum við sjá framtíðar leikmenn hreyfingarinnar.

Opnunarhátíð SR mótsins hefst kl 18:30, föstudaginn 22. nóvember og stendur mótið fram yfir hádegi á sunnudag.

Dagskrá mótsins má finna hér.

Í opnunar hátíð SR mótsins munu þjálfarar frá félögunum keppa í skills-keppni á léttu nótunum.

Á meðan SR-mótinu stendur munu Kjartan Hjaltested formaður SR og Leifur Ólafsson tækjastjóri Skautafélags Akureyrar grilla hamborgara ofan í alla sem vilja.

Fyrir opnunarhátíðina verða tveir leikir í aldursflokki U12;

  • Ernir SR gegn Björninn kl. 17.00
  • Svölur SR gegn Fálkar SR kl. 17.45

Kynnir hátíðarinnar er Helgi Páll Þórisson, fyrrum formaður SR og Íshokkísambands Íslands.

Laugardagskvöldið 23. nóvember kl 19:30 verður leikur í Hertz-deild karla. SR tekur á móti SA-Víkingum í leik númer 11 í mótaröðinni.  Hér er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur að mæta á svæðið, horfa á hörkuspennandi íshokkíleik og fá sér að borða með leiknum enda grillið eldheitt og sjoppan opin.
Það ber sérstaklega að nefna að hinn frábæri Leifur Ólafsson tækjastjóri SA Víkinga á þrjá syni á ísnum í þessum leik. Synir hans eru Jóhann Már Leifsson leikmaður SA-Víkinga, Hilmar Freyr Leifsson leikmaður SR og svo er annar línudómari leiksins enginn annar en Sæmundur Þór Leifsson. 

Ekki missa af frábærri íshokkíhelgi í Skautahöllinni í Laugardal.

Fullt af íshokkíleikjum, opnunarhátíð, truflaðir verðlaunapeningar fyrir alla þátttakendur í SR-mótinu og svo leikur í Hertz-deild karla.

Við hlökkum mikið til! Áfram íshokkí!

SR mótið U12-U10 og U8