Skautafélag Reykjavíkur tekur þátt í Continental Cup

Mynd fengin af Facebook-síðu Skautafélags Reykjavíkur
Mynd fengin af Facebook-síðu Skautafélags Reykjavíkur

Meistaraflokkur karla hjá Skautafélagi Reykjavíkur er nú komnir til Kaunas í Litháen til að taka þátt í Continental Cup.  Um er að ræða evrópukeppni félagsliða í íshokkí og hafa bæði SA Víkingar og Esja tekið þátt í þessu móti áður.  Þetta er nokkuð strembið mót þar sem það eru leiknir þrír leikir á þrem dögum og engin af þeim auðveldur.  Það lið sem sigrar þennan riðil fer áfram í næstu umferð sem er leikin 13-15. október næstkomandi.   SA-Víkingar hafa komist lengt í þessari keppni árið 2018 þegar þeir náðu að komast beint í 3 umferð eftir örugga sigra í sínum riðli í fyrstu umferð.

Fyrsti leikur SR er gegn HC Pantern frá Eistlandi og hefst hann á morgun, föstudaginn 22.septermber, kl.12:00 að íslenskum tíma.

Öllum leikjum verður streymt á Youtube-rás Kaunas-city.

Nánari leikjadagskrá og tölfræði á vef IIHF

SR í Evrópukeppni í fyrsta sinn (skautafelag.is)

Spila þrjá Evrópuleiki í Litháen (mbl.is)

Búnir að bíða eftir þessu í allt sumar (mbl.is)